miðvikudagur, 15. febrúar 2017

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Hart 2017 var haldinn á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra miðvikudaginn 15. febrúar.
Venjuleg aðalfundarstörf og kosnir tveir nýir stjórnarmenn:
Þóra Lind Þórsdóttir og Guðrún Heiða Guðmundsdóttir, setjast þær í stjórnina með Söru Snorradóttur. Sigrún Arna Hafsteinsdóttir og Iðunn Ása Óladóttir luku sínum störfum og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Þokkaleg mæting var á fundinn.

Minnt var á Norrænan fund túlka sem haldinn verður í Þrándheimi, dagana 19.-21. maí, umfjöllunarefnið er hlutverk táknmálstúlks.

Nokkrar lagabreytingar voru gerðar og verða nýju lögin birt hér á síðunni.

Stofnuð var afmælisnefnd vegna 20 ára afmælis HART á næsta ári og 20 ára útskriftarafmæli elstu túlkanna - Árný tók að sér að stýra nefndinni og óskar hún eftir fólki með sér.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli