þriðjudagur, 30. apríl 2013

Málstofa um táknmál og málvísindalegar rannsóknir á þeim


Ágæta táknmálssamfélag, döff, túlkar, kennarar og aðrir!

Þriðjudaginn 14.maí verður haldin málstofa við Háskóla Íslands þar sem fluttir verða 11 fyrirlestar um táknmál og málvísindalegar rannsóknir á þeim. Málstofan er hluti af stærri ráðstefnu sem haldin er við HÍ dagana 13.-15.maí. Það er okkur mikill heiður að fá hingað til lands fjölmarga erlenda fræðimenn sem munu fjalla um ólík táknmál út frá ólíku sjónarhorni. Tveir fyrirlestrar munu fjalla um rannsóknir á íslenska táknmálinu.

Málstofan verður öll túlkuð á alþjóðatáknun (International Signing) af þremur frábærum túlkum sem sérhæfa sig í alþjóðatúlkun og túlkun á málvísindalegum umræðuefnum. Túlkarnir eru Oliver Pouliot, Andy Carmichael og Lissa Zeviar. Túlkunin er greidd af Málvísindastofnun HÍ, Háskólasjóði og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Ykkur er hér með boðið að koma og hlusta á þessa málstofu þann 14.maí (sjá dagskrá hér að neðan og á heimasíðu ráðstefnu https://conference.hi.is/scl25/ ). Þeir sem hafa áhuga er beðnir að skrá sig á rannsve@hi.is í síðasta lagi 8.maí. Greiða þarf kr.3.000 fyrir þátttöku og eru þá kaffiveitingar innifaldar en ekki hádegismatur (fullt gjald á ráðstefnuna er kr.23.000 og venjuleg daggjöld kr.7.000). Hér má ganga frá greiðslu: https://greidslusida.valitor.is/Tengill/ruynp3

Þegar búið er að greiða er hægt að prenta út kvittun sem má væntanlega nota til að sækja um styrk til stéttarfélaga eða annarra vegna þátttökugjalda.

Málstofan fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar HÍ og dagskrá hennar má sjá hér að neðan. Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að senda mér póst á rannsve@hi.is

Bestu kveðjur,
Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði HÍ

 

Á heimasíðu ráðstefnunnar má finna kynningar á öllum fyrirlestrum: https://conference.hi.is/scl25/call-for-papers/

 

Workshop 9:

Sign Linguistics

Rannveig Sverrisdóttir (University of Iceland)

 

Tuesday 14th May 2013

9:00-9:30

Graham H. Turner (Heriot-Watt University, Edinburgh)

Sign Linguistics and Deaf Capital

9:30-10:00

Paweł Rutkowski (University of Warsaw), Joanna Łacheta (University of Warsaw), Piotr Mostowski (University of Warsaw), Sylwia Łozińska (University of Warsaw) & Joanna Filipczak (University of Warsaw).

What Corpus Data Can and Cannot Tell Us about Sign Language.

10:00-10:30

Kristín Lena Þorvaldsdóttir (Communication Centre for the Deaf and Hard of Hearing, Iceland) & Rannveig Sverrisdóttir (University of Iceland)

Why is the SKY BLUE? On color signs in Icelandic sign Language

COFFEE

11:00-11:30

Monia Ben Mlouka (Institut de Recherche en Informatique de Toulouse)

Pointing gestures: variations, interpretations and detection

11:30-12:00

Caroline Bogliotti (Université Paris Ouest Nanterre la Défense, Laboratoire MODYCO, CNRS UMR7114) & Laetitia Puissant-Schontz (La Rochelle)

Assessing morphosyntactic skills in French Sign Language

12:00-12:30

Jana Hosemann (University of Göttingen) & Annika Herrmann (University of Göttingen)

Do signers activate „Maus“ while seeing ? Second language activation during first language processing

LUNCH

14:00-15:00

PLENARY SPEAKER: Elisabeth Engberg-Pedersen (University of Copenhagen)

Effects of modality on language structure: clause structure in sign languages

15:00-15:30

Markus Steinbach (University of Göttingen) & Roland Pfau (University of Amsterdam) A Natural History of Sign Language Negation

15:30-16:00

Vibeke Bø (Oslo and Akershus University College of Applied Sciences)

Verb Sandwich Constructions in Norwegian Sign Language 17

COFFEE

16:30-17:00

Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir (University of Iceland) & Jóhannes Gísli Jónsson (University of Iceland)

Wh-questions and V2 in ÍTM

17:00-17:30

Pawel Rutkowski (University of Warsaw), Sylwia Łozińska (University of Warsaw), Joanna Łacheta (University of Warsaw) & Małgorzata Czajkowska-Kisil (University of Warsaw).

Is PJM SVO or SOV?

þriðjudagur, 2. apríl 2013

25th Scandinavian Conference of Linguistics

Ráðstefna um málfræði verður haldin 13.-.15. maí í Háskóla Íslands, þar verður ein málstofa tileinkuð táknmáli, málstofa 9 á dagskránni hér fyrir neðan.

https://conference.hi.is/scl25/call-for-papers/

Endilega kynnið ykkur efnið og fyrirlesarana.