föstudagur, 20. maí 2016

Rýnihópur um táknmálsfræðinám



Ákveðið hefur verið að kalla til rýnihóp fyrir táknmálsfræðinám og túlkun í HÍ þar sem námsgreinin táknmálsfræði og táknmálstúlkun hefur verið kennd við Háskóla Íslands í 15 ár samfellt og í fjögur ár þar á undan. Margt hefur breyst í samfélaginu á þessum tíma og þykir því tímabært að endurskoða námið í heild sinni. Í þeirri endurskoðun verður meðal annars horft til þess hver reynsla þeirra sem útskrifast hafa úr náminu er, bæði reynsla meðan á náminu stóð og einnig reynsla að námi loknu/þegar komið var út á vinnumarkaðinn. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli