Siðareglur HART

Siðareglur Hart, félags háskólamenntaðra táknmálstúlka
Markmið með túlkun er að túlka milli tveggja mála og menningarheima.
1.  Túlkur túlkar allt sem fram fer:
  • Hann brúar bilið milli tveggja menningarheima.
  • Hann leggur ekki mat á það sem hann túlkar.
  • Hann ber ekki ábyrgð á því hvað þeir sem hann túlkar fyrir segja né hvernig það er sagt.
  •  
2.  Túlkur er bundinn þagnarskyldu:
  • Hann er bundinn trúnaði um allt sem hann verður áskynja í starfi sínu.
  • Þagnarskyldan er alger nema hún brjóti í bága við landslög/almannaheill.
  • Hann er bundinn þagnarskyldu til æviloka.
3. Framkoma túlks skal vera fagmannleg:
  • Með símenntun viðheldur hann kunnáttu sinni og færni.
  • Hann lætur í ljós skoðun sína á aðstæðum til túlkunar, ef þörf krefur.
  • Hann hefur þekkingu á viðeigandi framkomu og málsniði í öllum þeim aðstæðum sem hann vinnur við.
4.  Skyldur túlks gagnvart starfsfélögum:
  • Hann viðheldur faglegri virðingu starfstéttarinnar.
  • Hann styður aðra túlka í starfi.
  • Verði hann var við brot á siðareglunum, ræðir hann þau mál við viðkomandi túlk.
Gerist túlkur, sem er félagi Háskólamenntaðra táknmálstúlka, sekur um brot á siðareglum þessum getur hver sem er lagt málið  skriflega fyrir  formann siðanefndar Félagsins sem vinnur úr því samkvæmt vinnureglum siðanefndar.
Þannig samþykkt á félagsfundi HART, þann 8.apríl 2005

Engin ummæli:

Skrifa ummæli