miðvikudagur, 15. febrúar 2017

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Hart 2017 var haldinn á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra miðvikudaginn 15. febrúar.
Venjuleg aðalfundarstörf og kosnir tveir nýir stjórnarmenn:
Þóra Lind Þórsdóttir og Guðrún Heiða Guðmundsdóttir, setjast þær í stjórnina með Söru Snorradóttur. Sigrún Arna Hafsteinsdóttir og Iðunn Ása Óladóttir luku sínum störfum og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Þokkaleg mæting var á fundinn.

Minnt var á Norrænan fund túlka sem haldinn verður í Þrándheimi, dagana 19.-21. maí, umfjöllunarefnið er hlutverk táknmálstúlks.

Nokkrar lagabreytingar voru gerðar og verða nýju lögin birt hér á síðunni.

Stofnuð var afmælisnefnd vegna 20 ára afmælis HART á næsta ári og 20 ára útskriftarafmæli elstu túlkanna - Árný tók að sér að stýra nefndinni og óskar hún eftir fólki með sér.


föstudagur, 20. maí 2016

Rýnihópur um táknmálsfræðinám



Ákveðið hefur verið að kalla til rýnihóp fyrir táknmálsfræðinám og túlkun í HÍ þar sem námsgreinin táknmálsfræði og táknmálstúlkun hefur verið kennd við Háskóla Íslands í 15 ár samfellt og í fjögur ár þar á undan. Margt hefur breyst í samfélaginu á þessum tíma og þykir því tímabært að endurskoða námið í heild sinni. Í þeirri endurskoðun verður meðal annars horft til þess hver reynsla þeirra sem útskrifast hafa úr náminu er, bæði reynsla meðan á náminu stóð og einnig reynsla að námi loknu/þegar komið var út á vinnumarkaðinn. 

föstudagur, 26. febrúar 2016

Aðalfundur Hart 2016

Aðalfundur var haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2016, venjuleg aðalfundarstörf og kosinn nýr stjórnarmaður, Sara Snorradóttir.
Í stjórn sitja þá:
Sigrún Arna Hafsteinsdóttir, formaður
Iðunn Ása Óladóttir, ritari
Sara Snorradóttir, gjaldkeri

Þokkaleg mæting var á fundinn.

þriðjudagur, 21. janúar 2014

Nordic seminar - Hveragerði 30. maí - 2. júní





Þá fer að styttast stelpur!!!
Það má enn prjóna fleiri vettlinga, lopi er á SHH - þar verða vettlingarnir líka merktir.

Endilega hafið samband við Ástu, Fríðu, Vilborgu eða Árnýju ef þið hafið hugmyndir varðandi seminarið - ef þið viljið vera með uppistand eða annað grín væri það vel þegið :)

Muna svo að hægt verður að sækja um styrk frá BHM til að greiða fyrir seminarið (sækja um í mars? Greiða allt í apríl og fá allt endurgreitt í júní).

Vera svo með og taka þátt :)

mánudagur, 27. maí 2013

Undirbúningsfundur

Norræna túlkamótið verður hjá okkur eftir u.þ.b. eitt ár - því er ekki úr vegi að hittast og skipuleggja sig. Allir velkomnir á Shh mánudagskvöldið 27. maí kl. 20.