mánudagur, 25. mars 2013

Árið 2010 útskrifaðist sjötti hópur táknmálstúlka

Aftari röð frá vinstri: Þóra Lind Þórsdóttir, Guðrún Heiða Guðmundsdóttir, Vilborg Friðriksdóttir, Eva Rut Gísladóttir.
Fremri röð frá vinstri: Heiða Millý Torfadóttir, Agnes Steina Óskarsdóttir, Hólmfríður Þóroddsdóttir, Rúna Vala Þorgrímsdóttir, Iðunn Ása Óladóttir.

miðvikudagur, 20. mars 2013

Árið 1998 útskrifaðist annar hópur táknmálstúlka






Frá miðju í vinstri átt sitja: Lilja Kristín Magnúsdóttir, Eyrún Helga Aradóttir, Auður Sigurðardóttir, Brynja Hrönn Jónsdóttir, Lína Hrönn Þorkelsdóttir, Júlía G. Hreinsdóttir kennari, Haukur Vilhjálmsson kennar, Svandís Svavarsdóttir kennari, Katrín Sigurðardóttir, Margrét Baldursdóttir, Arnþrúður Jónsdóttir.

þriðjudagur, 19. mars 2013

Árið 2007 útskrifaðist fimmti hópur táknmálstúlka




Aftari röð frá vinstri: Eðvarð Þór Gíslason, Anna Dagmar Daníelsdóttir, Iðunn Bjarnadóttir og Kristín Lena Þorvaldsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Sigrún Arna Hafsteinsdóttir, Þóranna Halldórsdóttir, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir og Guðrún Eygló Bergþórsdóttir.

Stjórn og nefndir Hart, félags háskólamenntaðra táknmálstúlka



Stjórn HART  2013-2014 skipa :

Arnþrúður Jónsdóttir adda@shh.is
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
Þórey S. Torfadóttir


Löggildingarnefnd Félags háskólamenntaðra táknmálstúlka skipa :

Árný Guðmundsdóttir arny@shh.is
Gerður Sjöfn  Ólafsdóttir

Siðanefnd Félags háskólamenntaðra táknmálstúlka* :

Formaður : Lína Hrönn Þorkellsdóttir lina@shh.is
Varamaður: Auður Sigurðardóttir
Rannveig Sverrisdóttir, lektor við Háskóla Íslands

*Vinsamlegast athugið að kvörtunum til formanns siðanefndar skal komið á framfæri skriflega.
Siðareglur háskólamenntaðra táknmálstúlka



Markmið með túlkun er að túlka milli tveggja mála og menningarheima.


1.  Túlkur túlkar allt sem fram fer:
  • Hann brúar bilið milli tveggja menningarheima.
  • Hann leggur ekki mat á það sem hann túlkar.
  • Hann ber ekki ábyrgð á því hvað þeir sem hann túlkar fyrir segja né hvernig það er sagt.
  •  

2.  Túlkur er bundinn þagnarskyldu:
  • Hann er bundinn trúnaði um allt sem hann verður áskynja í starfi sínu.
  • Þagnarskyldan er alger nema hún brjóti í bága við landslög/almannaheill.
  • Hann er bundinn þagnarskyldu til æviloka.


3. Framkoma túlks skal vera fagmannleg:
  • Með símenntun viðheldur hann kunnáttu sinni og færni.
  • Hann lætur í ljós skoðun sína á aðstæðum til túlkunar, ef þörf krefur.
  • Hann hefur þekkingu á viðeigandi framkomu og málsniði í öllum þeim aðstæðum sem hann vinnur við.


4.  Skyldur túlks gagnvart starfsfélögum:
  • Hann viðheldur faglegri virðingu starfstéttarinnar.
  • Hann styður aðra túlka í starfi.
  • Verði hann var við brot á siðareglunum, ræðir hann þau mál við viðkomandi túlk.


Gerist túlkur, sem er félagi Háskólamenntaðra táknmálstúlka, sekur um brot á siðareglum þessum getur hver sem er lagt málið  skriflega fyrir  formann siðanefndar Félagsins sem vinnur úr því samkvæmt vinnureglum siðanefndar.






Þannig samþykkt á félagsfundi HART, þann 8.apríl 2005
 
Lög Hart, félags háskólamenntaðra táknmálstúlka




1.gr.
Félagið heitir Félag háskólamenntaðra táknmálstúlka.  Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.gr.
Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir faglega umræðu og standa vörð um hagsmuni túlka.

3.gr.
Sérhver einstaklingur getur orðið félagi í Hart hafi hann lokið BA-námi í táknmálstúlkun frá Háskóla Íslands. Félagsgjald skal greitt í febrúar ár hvert.  Ítrekun berst tveim mánuðum síðar.  Félagsmaður sem ekki stendur skil á félagsgjaldi til félagsins þremur mánuðum eftir ítrekun, telst hafa sagt sig úr félaginu.

4.gr.
Aðalfund og auka aðalfund skal boða bréflega/ með tölvupósti með minnst einnar viku fyrirvara.  Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert.  Á öðrum árstíma getur stjórnin boðað til auka aðalfundar, ef helmingur félaga óskar þess.  Í fundarboði skal fram koma; dagskrá aðalfundar, tillögur að lagabreytingum ef einhverjar eru og framboðslisti til stjórnar.  Hver skuldlaus félagi sem er á skrá félagsins hefur eitt atkvæði á fundi.

5.gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
  1. Fundur settur
  2. Staðfest skipun fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  5. Kosning stjórnar
  6. Lagabreytingar, ef fyrirliggjandi eru.
  7. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
  8. Félagsgjöld næsta árs ákveðin.
  9. Önnur mál
  10. Fundargerð lesin
  11. Fundi slitið

6.gr.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum um ákvrðanir á fundum nema ef um lagabreytingu er að ræða, þá ráða 2/3 hlutar.
7.gr.
Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á aðalfundi. Á stjórnarfundi skal ritað í gerðarbók.

8.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum, formanni, gjaldkera og ritara.  Stjórnarmeðlimir skipta með sér verkum.  Formaður boðar til stjórnarfunda.  Stjórnarmenn geta beðið um fund hvenær sem þurfa þykir.

9.gr.
Starfsár og reikningsár félagsins er almanaksárið.

10.gr.
Skriflegum tillögum um lagabreytingar skal skila til stjórnar eigi síðar en tíu dögum fyrir aðalfund.  Skriflegt framboð til stjórnar þarf að berast tíu dögum fyrir fundinn.
11.gr.
Ákvörðun um félagsslit skal tekin af tveimur aðalfundum í röð, sem boðað skal til eins og um einn aðalfund væri að ræða.  Til samþykktar þarf  2/3 hluta atkvæða á báðum fundum.  Á seinni fundinum skal tekin ákvörðun um ráðstöfun eigna.
Þannig samþykkt á félagsfundi HART, þann 09.sept.2004
Árið 1997 útskrifaðist fyrsti hópur táknmálstúlka



Frá vinstri:
Árný Guðmundsdóttir, Geirlaug Ottósdóttir, Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, Lilja Össurardóttir, Margrét Auður Jóhannesdóttir og Sigrún Edda Theodórsdóttir.



Félag háskólamenntaðra táknmálstúlka var stofnað árið 1998 þegar tveir hópar túlka höfðu lokið formlegu námi frá Háskóla Íslands. Auk þeirra voru stofnfélagar þeir túlkar sem voru starfandi á þessum tíma.


Aftari röð frá vinstri:
Auður Sigurðardóttir, Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Lilja Kristín Magnúsdóttir, Margrét Auður Jóhannesdóttir, Lína Hrönn Þorkelsdóttir, Elfa Berghreinsdóttir, Árný Guðmundsdóttir og Þórey S. Torfadóttir.
Fremri röð frá vinstri:
Arnþrúður Jónsdóttir, Eyrún Helga Aradóttir og Sigrún Edda Theodórsdóttir.