þriðjudagur, 19. mars 2013

Lög Hart, félags háskólamenntaðra táknmálstúlka




1.gr.
Félagið heitir Félag háskólamenntaðra táknmálstúlka.  Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.gr.
Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir faglega umræðu og standa vörð um hagsmuni túlka.

3.gr.
Sérhver einstaklingur getur orðið félagi í Hart hafi hann lokið BA-námi í táknmálstúlkun frá Háskóla Íslands. Félagsgjald skal greitt í febrúar ár hvert.  Ítrekun berst tveim mánuðum síðar.  Félagsmaður sem ekki stendur skil á félagsgjaldi til félagsins þremur mánuðum eftir ítrekun, telst hafa sagt sig úr félaginu.

4.gr.
Aðalfund og auka aðalfund skal boða bréflega/ með tölvupósti með minnst einnar viku fyrirvara.  Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert.  Á öðrum árstíma getur stjórnin boðað til auka aðalfundar, ef helmingur félaga óskar þess.  Í fundarboði skal fram koma; dagskrá aðalfundar, tillögur að lagabreytingum ef einhverjar eru og framboðslisti til stjórnar.  Hver skuldlaus félagi sem er á skrá félagsins hefur eitt atkvæði á fundi.

5.gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
  1. Fundur settur
  2. Staðfest skipun fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  5. Kosning stjórnar
  6. Lagabreytingar, ef fyrirliggjandi eru.
  7. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
  8. Félagsgjöld næsta árs ákveðin.
  9. Önnur mál
  10. Fundargerð lesin
  11. Fundi slitið

6.gr.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum um ákvrðanir á fundum nema ef um lagabreytingu er að ræða, þá ráða 2/3 hlutar.
7.gr.
Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á aðalfundi. Á stjórnarfundi skal ritað í gerðarbók.

8.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum, formanni, gjaldkera og ritara.  Stjórnarmeðlimir skipta með sér verkum.  Formaður boðar til stjórnarfunda.  Stjórnarmenn geta beðið um fund hvenær sem þurfa þykir.

9.gr.
Starfsár og reikningsár félagsins er almanaksárið.

10.gr.
Skriflegum tillögum um lagabreytingar skal skila til stjórnar eigi síðar en tíu dögum fyrir aðalfund.  Skriflegt framboð til stjórnar þarf að berast tíu dögum fyrir fundinn.
11.gr.
Ákvörðun um félagsslit skal tekin af tveimur aðalfundum í röð, sem boðað skal til eins og um einn aðalfund væri að ræða.  Til samþykktar þarf  2/3 hluta atkvæða á báðum fundum.  Á seinni fundinum skal tekin ákvörðun um ráðstöfun eigna.
Þannig samþykkt á félagsfundi HART, þann 09.sept.2004

Engin ummæli:

Skrifa ummæli