Vinnurammi og starfslýsing táknmálstúlka
Kröfur til starfs:
- BA-próf í táknmálsfræði og táknmálstúlkun
- Allir táknmálstúlkar undirgangast trúnaðarskyldu. Innan faghópsins ríkir fullur trúnaður
- Túlkun fyrir táknmálstalandi einstaklinga í öllum hugsanlegum aðstæðum
- Túlkur getur neitað verkefni telji hann sig ekki geta sinnt því
- 100% ábyrgð á öllum verkefnum sem hann tekur að sér
- Eflir og viðheldur fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun
- Fjölbreyttar vinnuaðstæður krefjast mikils sveigjanleika
- Túlkaðir tímar eru að jafnaði 20 klst. á viku, að hámarki 6 klst á dag og aldrei yfir 30 túlkaðar klukkustundir á viku - tilfallandi en ekki viðvarandi. Þar að auki sinnir túlkur undirbúningi, eftirvinnslu, ferðum, fundum og viðheldur færni sinni í starfi.
- Verkefni sem varir í meira en eina klukkustund ættu tveir túlkar sinna
- Verkefni sem er skemur en ein klukkustund getur þó krafist tveggja túlka, s.s. mannmargir fundir, túlkun við opinberar aðstæður, túlkun af erlendum málum o.fl.
- Verkefni sem varir meira en eina klukkustund ættu alltaf tveir túlkar að sinna
- Verkefni sem er skemur en ein klukkustund getur þó krafist tveggja túlka, s.s. fyrirlestur, mannmargir fundir o.fl.
- Mikilvægt er að nýjir túlkar fái handleiðslu í starfi. Reyndir túlkar eiga jafnframt kost á henni frá vinnuveitanda ef þeir óska
Túlkar ættu hafa sér aðstöðu þar sem þeir hafa aðgang að:
- Tölvum sem þeir hafa fullan aðgang að
- Skrifborð
- Góða vinnustóla (stól á hjólum)
- Lesaðstöðu
- Nauðsynlegt er að túlkur fái sem mestar upplýsingar um verkefni og tiltæk gögn með fyrirvara
Helstu verkefni
- Túlkun á öllum skólastigum
- Túlkun í heilbrigðiskerfinu
- Túlkun í dómskerfinu
- Túlkun við trúarlegar athafnir
- Túlkun í daglegu lífi fólks