þriðjudagur, 12. nóvember 2024

 Norrænn túlkafundur verður haldinn á Íslandi dagana 31. maí til 2. júní 2025.

Á heimasíðu ráðstefnunnar eru nú þegar komnar upplýsingar, en meira efni mun bætast við eftir því sem við nálgumst ráðstefnudagana:

Nordic Seminar 2025

föstudagur, 29. júlí 2022

Vinnurammi og starfslýsing táknmálstúlka


Kröfur til starfs:
  • BA-próf í táknmálsfræði og táknmálstúlkun
Trúnaðarskylda
  • Allir táknmálstúlkar undirgangast trúnaðarskyldu. Innan faghópsins ríkir fullur trúnaður
Ábyrgðarsvið
  • Túlkun fyrir táknmálstalandi einstaklinga í öllum hugsanlegum aðstæðum
  • Túlkur getur neitað verkefni telji hann sig ekki geta sinnt því
  • 100% ábyrgð á öllum verkefnum sem hann tekur að sér
  • Eflir og viðheldur fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun
  • Fjölbreyttar vinnuaðstæður krefjast mikils sveigjanleika
Vinnutími túlka
  • Túlkaðir tímar eru að jafnaði 20 klst. á viku, að hámarki 6 klst á dag og aldrei yfir 30 túlkaðar klukkustundir á viku - tilfallandi en ekki viðvarandi. Þar að auki sinnir túlkur undirbúningi, eftirvinnslu, ferðum, fundum og viðheldur færni sinni í starfi.
 Tveggja túlka verkefni
  • Verkefni sem varir í meira en eina klukkustund ættu tveir túlkar sinna
  • Verkefni sem er skemur en ein klukkustund getur þó krafist tveggja túlka, s.s. mannmargir fundir, túlkun við opinberar aðstæður, túlkun af erlendum málum o.fl.
Daufblindratúlkun
  • Verkefni sem varir meira en eina klukkustund ættu alltaf tveir túlkar að sinna
  • Verkefni sem er skemur en ein klukkustund getur þó krafist tveggja túlka, s.s. fyrirlestur, mannmargir fundir o.fl.
Handleiðsla
  • Mikilvægt er að nýjir túlkar fái handleiðslu í starfi. Reyndir túlkar eiga jafnframt kost á henni frá vinnuveitanda ef þeir óska
Vinnuaðstæður túlka
Túlkar ættu hafa sér aðstöðu þar sem þeir hafa aðgang að:
  • Tölvum sem þeir hafa fullan aðgang að
  • Skrifborð
  • Góða vinnustóla (stól á hjólum)
  • Lesaðstöðu
  • Nauðsynlegt er að túlkur fái sem mestar upplýsingar um verkefni og tiltæk gögn með fyrirvara
Góður undirbúningur leiðir til betri túlkunar

Helstu verkefni
  • Túlkun á öllum skólastigum
  • Túlkun í heilbrigðiskerfinu
  • Túlkun í dómskerfinu
  • Túlkun við trúarlegar athafnir
  • Túlkun í daglegu lífi fólks 

þriðjudagur, 4. febrúar 2020

Norrænn túlkafundur í Turku í Finnlandi

Let’s interact! - Making effective connections with colleagues and the sign language community

Nordic Seminar is a conference on sign language interpreting organised every two years.
Language Experts, Finnish professional organisation for sign language interpreters as well as translators, terminologists and other language professionals, is hosting the Nordic Seminar in 2020 in partnership with Diaconia University of Applied Sciences (Diak) and Humak University of Applied Sciences.

Conference dates:

May 15 - 17, 2020
Conference venue:
The Old Mill, Ruukinkatu 2-4, 20540 Turku, Finland
Conference programme:
Friday May 15
Conference from noon to 5 pm
Get-together in the evening
Saturday May 16
Conference from 10 am to 5.30 pm
Galadinner
Sunday May 17
Optional leisure activities or city tour (TBC)
Conference languages: English, International Sign and FinSL

Meiri upplýsingar má finna á síðunni: https://kieliasiantuntijat.fi/nordic-seminar-2020/

miðvikudagur, 15. febrúar 2017

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Hart 2017 var haldinn á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra miðvikudaginn 15. febrúar.
Venjuleg aðalfundarstörf og kosnir tveir nýir stjórnarmenn:
Þóra Lind Þórsdóttir og Guðrún Heiða Guðmundsdóttir, setjast þær í stjórnina með Söru Snorradóttur. Sigrún Arna Hafsteinsdóttir og Iðunn Ása Óladóttir luku sínum störfum og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Þokkaleg mæting var á fundinn.

Minnt var á Norrænan fund túlka sem haldinn verður í Þrándheimi, dagana 19.-21. maí, umfjöllunarefnið er hlutverk táknmálstúlks.

Nokkrar lagabreytingar voru gerðar og verða nýju lögin birt hér á síðunni.

Stofnuð var afmælisnefnd vegna 20 ára afmælis HART á næsta ári og 20 ára útskriftarafmæli elstu túlkanna - Árný tók að sér að stýra nefndinni og óskar hún eftir fólki með sér.